Laugardagur 28. nóvember

Skildu "egóið" eftir við dyrnar CROSSFIT!


Æfing Dagsins "WOD" og heimaverkefni fyrir grunnámskeið er:

"Annie"

50-40-30-20 og 10 endurtekningar af:
Tvöfalt sipp
Uppsetur

Fyrst 50 tvöföld sipp og 50 Uppsetur, næsta umferð 40 tvöföld sipp og 40 uppsetur og svo alveg niður í 10 endurtekningar.
Ef þið ráðið ekki við tvöfalt sipp þá gera fjögur venjuleg sipp fyrir hvert eitt tvöfalt.

Myndband af einum fremsta CrossFittara heim Chris Spealer að gera "Annie"

http://www.youtube.com/watch?v=tLbz35Xq-j8&feature=related

Skrá tímann ykkar á spjallið

Góða Skemmtun :)

Kv Brynjar og Elma

9 comments:

  1. Djöfull að hafa ekki komist í ræktina í dag lengar svo að taka á þessari æfingu tek hana seinna...

    ReplyDelete
  2. Hélt að þetta væri wod föstudagsins fór í dag... Laugardag

    ReplyDelete
  3. Góður, og hvernig gekk Björn?
    Við setjum inn æfingu dagsins svona um kl 21-22 kvöldið áður

    ReplyDelete
  4. tók þetta á 8.42 min. Snilldar æfing. elska sippið

    ReplyDelete
  5. 12:25... verð sennilega seint krýnd sippmeistari :)

    ReplyDelete
  6. Heheh já ég gleymdi að setja inn tímannn ég var heilar 15:00 mín með æfinguna (ekki stoltur af því) en þurfti að taka einföld sipp

    ReplyDelete
  7. Tók æfinguna á 8 mín. Gerði tvöfalt sipp en var heima með mitt sippuband, hefði mátt ganga betur með sippið en þrjóskaðist áfram á tvöfalda sippinu. Samt skemmtileg æfing og reynir helling á allan líkamann.

    ReplyDelete
  8. Tók hana í síðustu viku á 12:40 (tvöfalt sipp og uppsetur alveg upp) tók hana svo aftur áðan eftir 5 km hlaupið og nú á 11:40 :)

    Kv. Sigrún

    ReplyDelete
  9. Hehe ég var að horfa á videoið núna og geri uppseturnar allt öðruvísi, set fæturnar undir og hnéin út og held svo í eyrun... Elmu var kent að gera uppsetur svoleiðis úti :) en næst prufa ég klárlega svona, þá ætti maður að vera með aðeins betri tíma ;)

    Kv. Sigrún

    ReplyDelete