Þriðjudagur 20. apríl

Heimsleikar CrossFit verða nú haldnir 16-18 júlí í Bandaríkjunum, leikarnir eru nú haldnir í fjórða sinn og má segja að þeir verði glæsilegri með hverju ári. Leikarnir árið 2009 voru glæsilegir í alla staði og aldrei höfðu fleiri keppendur tekið þátt né höfðu aldrei eins margir áhorfendur lagt leið sína til að fylgjast með leitinni að fjölhæfasta íþróttamanni jarðar. Nú um allan heim eru haldnir undanleikar í hverju landi og svo í hverri álfu til að veita þáttökurétt á leikana í Bandaríkjunum.
CrossFit Akureyri hvetur alla áhugasama CrossFittara að fylgjast með undankeppnunum og svo að sjálfsögðu úrslita keppninni í Júlí. Áhugasamir geta fylgst með undankeppnunum og öllu sem viðkemur leikunum á http://games2010.crossfit.com.

Upphitun: 2 hringir
10 Samson teygja
10 Handstöðupressur
10 Hliðarhnébeygjur

Æfing dagsins

Fjórar umferðir á tíma af:

10 Pistols (5 hægri og 5 vinstri)
10 Hliðaststökk með 20/10 Kg handlóð yfir bekk
4 Ferðir í salnum Langstökk
4 Ferðir í salnum framstig með 20/10 Kg lóð yfir höfði
10 Hné í olnboga

Skráið tímann á spjallið!

Kv Brynjar og Elma

7 comments:

  1. Erfitt í morgun, fór með bakið. Það verður væntalega ekki tími á fimmtudagsmorgun en verður tími í fyrramálið?
    Lára

    ReplyDelete
  2. þessi var erfiðari en hún leit út fyrir að vera! 4 hringir rx 28:43.

    ReplyDelete
  3. Já sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og það er því lokað. En æfingin á morgun er að mestu hlaup þannig að það er gott að gera hana annað hvort úti eða inni á hlaupabretti.

    ReplyDelete
  4. Hún tók á þessi... 4 hringir 31 mín!! úúfff!

    ReplyDelete
  5. DNF!!!! Frekar slappur bara í morgun kemur vonandi ekki fyrir aftur...

    ReplyDelete
  6. 31:07 rx 4 hringir. Er með strengi

    ReplyDelete
  7. DNF líka, alveg ónýtur í dag! kannski maður ætti að fara íhuga að teygja á eftir æfingar :D

    ReplyDelete