Klárið hverja samsetningu af 5x 5+5 áður en farið er í næstu æfingar
- 5x 5 kviðæfingar og 5 burpees
- 5x 5 kassahopp og 5 hné í olnboga
- 5x 5 réttstöðulyftur og 5 armbeygjur
- 5x 20 m teygjusprettir með félaga
(upphífingateygja notuð til að halda aftur af félaga á spretti, annar hefur teygjuna um sig miðjan hinn heldur í teygjuna að baki félaganum. Þessi æfing er framkvæmd í opna tímanum kl. 6:15.)
er hér verið að meina að fyrst geri maður 5 umferðir af kvið og burpees, því næst 5 umferðir kassahopp og hné í olnboga etc.?
ReplyDeleteog hvað eru teygjuhopp? Hvað er hægt að gera tilsvarandi?
kv. Hrefna
Ég gerði 5x kvið + 5x burpees 5 sinnum og svo eins með restina.
ReplyDeleteSvo veit ég ekki með þetta teygjudót, tók bara spretti á hlaupabrettinu í staðinn :)
Fyrst fólk er byrjað að commenta - hvernig væri að við settum inn hve lengi/hve marga hringi etc við tökum á æfingu?
ReplyDeleteÉg var t.d. 15-16 mínútur að þessu í morgun. Smá undirbúningstími fyrir hverja æfingu inní þeim tíma, en ekki þessi teygjuhlaup.
Mér finnst allavega svo gaman að geta borið mig saman við einhvern :-) Svo er bara gaman að fá smá stemningu í hópinn og vita hve margir nota síðuna :)
sammála síðasta ræðumanni! (spurning mín að ofan átti að sjálfsögðu að vera teygjusprettir, ekki teygjuhopp)
ReplyDeletekv. Hrefna