Föstudagur 1. janúar

CrossFit Akureyri óskar öllum gleðilegs nýs árs!

Minnum alla á að taka þátt í Burpee áskoruninni sem mun standa í 100 daga.
Við byrjum árið á einni Burpee og bætum við einni Burpee á hverjum degi þangað til við höfum náð 100 dögum.
Burpees áskorun dagur 1!

Æfing Dagsins

"Tabata Something Else"

32 intervöl af 20 sek vinnu með 10 sek hvíld x 8, fyrstu 8 intervölin eru upphífingar svo 8 intervöl af armbeygjum síðan 8 intervöl af kviðæfingum svo síðast 8 intervöl af hnébeygjum.

Skrá heildarfjölda af endurtekningum úr öllum 32 intervölunum á síðuna.

Kv Brynjar og Elma

5 comments:

  1. á maður að skrá sig í burpees áskorunina?

    ReplyDelete
  2. ég ætla að taka þátt í burpees áskoruninni :)

    ReplyDelete
  3. Endilega skrá sig svo við vitum hversu mörg við erum. Það er líka hægt að koma inn í áskorunina hvenæ sem er, bara mun erfiðara þegar á líður.
    Ég og Tinna ætlum að sjálfsögðu að taka þátt.
    Vona að sem flestir byrji nýja árið á að taka allar æfingar af hörku og ekki sleppa að setja CrossFit æfingu dagsins alltaf í forgang því það skilar gríðarlega miklum árangri.
    Næstkomandi viku eru ekki grunnámskeið og því skulum við mæta sem flest og taka á því á mánudagsmorgun kl 6:10.

    ReplyDelete
  4. Er með í burpees áskoruninni!!

    ReplyDelete
  5. Tók eina Burpee í gær og aðrar tvær í dag. Verð að sjálfsögðu með!

    ReplyDelete