Miðvikudagur 15. desember















Æfing Dagsins

Einn spilastokkur.
Nýtt spil á 30 sekúndna fresti.
Hver litur táknar ákveðna æfingu.
Mannspil telja 11 og önnur spil eftir tölu.
Ásar eru 400m hlaup. Þú hefur 2 mínútur í hlaupið.
Gosar eru pásur.

Hjarta - Armbeygjur

Spaði - Uppsetur

Tígull - Hnébeygjur

Lauf - Burpees

Skráðu ánægju þína af æfingunni á spjallið!

Mynd Kári að taka Björninn

Kv Þjálfarar

9 comments:

  1. Þetta var rosalega skemmtileg æfing, verst var að allir tíglarnir virtust safnast aftast, sem og tveir ásar, þannig að þetta var rosalega erfitt í lokin :)
    kv,
    Valdís

    ReplyDelete
  2. Bíddu hvað á maður að gera þetta lengi! þangað til maður dettur niður og getur ekki meira?!! hehe

    ReplyDelete
  3. neibb, bara klára spilastokinn :D

    ReplyDelete
  4. Rétt hjá Gauta :)

    ReplyDelete
  5. Hæ,hæ:)

    Þetta var ótrúlega skemmtilegt og mikil ánægja;) Virðist samt vera sem armbeygjur og burpees ákveði alltaf að koma í röð hjá mér! En bara brjálæðisleg gleði og hamingja hvað annað!:)

    ReplyDelete
  6. Vei loksins þessi æfing, var búin að sjá hana á Crossfit iceland. Loksins komið að henni og já ekkert smá skemmtileg æfing !! Mikil ánægja sem sagt en verst hvað tíglarnir söfnuðust saman hjá mér líka..

    ReplyDelete
  7. Já Sællll þetta var bara gaman....

    ReplyDelete
  8. Þetta var bara frábær æfing! skemmtilegt að taka svona æfingu þar sem maður veit ekki hvað kemur næst. Fílaði algjörlega hnébeygjurnar í lokin - hvað voru þær aftur margar!!

    ReplyDelete