Miðvikudagur 13. Janúar

Æfing dagsins

Þrír hringir á tíma:

30 Kraft Snörun með handlóðum (Power Snatch) 14/10 kg
30 Upphífingar
800 metra hlaup

Skráðu tímann þinn á spjallið!

Dagur 13 Burpee áskorun...

Myndband af Kraft Snörun með handlóðum
http://www.5min.com/Video/How-to-perform-the-2-arms-dumbbell-Snatch-23477908

Kv Brynjar og Elma

15 comments:

  1. Byrjaði daginn á því að bæta metið mitt í DU úr 46 í 52 :)
    Tók þetta svo á 25:52 með 6 kg lóð
    lúmskt erfið æfing, eða allavega bjóst ég ekki við þessu :)

    Kv. Sigrún

    ReplyDelete
  2. Fyrir hvað stendur DU? Já þessi leynir á sér :)

    ReplyDelete
  3. Spyr kennarinn... DU as in Double Unders, sipp ;D
    KV. Sigrún

    ReplyDelete
  4. haha, þegar maður er með svona 30 skammstafanir þá getur maður ruglast, skrifa bara double unders þarna... letihaugur. Til hamingju, 52 er helvíti gott!

    ReplyDelete
  5. Úff, þetta verður seint skráð á spjöld sögunnar:
    Tími: 35:00(ekki dregin frá bið í bretti og upphíf)
    PS: 8/10/10kg.
    800m:11,5/12,5/13

    ReplyDelete
  6. ok vonandi einhver ekki að misskilja, við erum með 14 og 10 kg í hvorri hendi, ekki samanlagt.

    ReplyDelete
  7. Uff helvíti lúmsk æfing og góð, var í bláu teygjunni og með 6kg lóð. 26:20

    ReplyDelete
  8. Ég hef allavega skilið þetta rétt, eða samtals 16/20/20 hjá mér... en lofa engu með tæknina c",)

    ReplyDelete
  9. Tíminn var 37:35. Var með 8kg lóð og var í grænu teygjunni. Muuun erfiðari æfing en ég hélt..en bara gaman af því :)

    ReplyDelete
  10. 27:47 rx. Helvíti fín æfing, með þokkalega strengi eftir bekkpressurnar ouch...
    Hérna eru tímarnir frá því þessi æfing var gerð á CrossFit.com, bara fínir tímar hjá okkur :)
    http://www.crossfit.com/mt-archive2/001063.html

    ReplyDelete
  11. Ég skrópaði í í crossfit í dag, fór samt út að hlaupa, 10 km.
    og burpees.
    Alma

    ReplyDelete
  12. 35:20 með 8 kg í snöruninni og tók allar upphífingarnar sjálf! Illa sátt :)

    ReplyDelete
  13. usss djöfull eru allir að standa sig hér. En ég var með 12,5kg og upphífingar í bláu og var 39:50

    ReplyDelete
  14. Já það er engin smá harka í liðinu......ánægð með ykkur ;) Sjáumst vonandi sem flest í fyrramálið ;)

    ReplyDelete
  15. Get varla hreyft mig eftir æfinguna í dag og í gær. Var að byrja aftur eftir frí. Þarf að lagfæra tæknina en skal ná þessu.
    Betty

    ReplyDelete